Hringdu í 644 0450
Opið til kl. 17.00
Legalisering

Við sérhæfum okkur í löggiltum skjalaþýðingum

Trúnaðarmál

Skjalaþýðing heldur í heiðri trúnaði og skjal þitt er í öruggum höndum okkar.

Afhending

Við póstsendum allar löggiltar þýðingar á það heimilisfang sem óskað er eftir.

Greiðslukort eða reikningsviðskipti

Einstaklingar greiða fyrir fram hjá okkur. Fyrirtæki fá sendan reikning.

Við bjóðum upp á hagstæð verð

Við önnumst öll þín gögn í fullum trúnaði

Við póstsendum löggiltar þýðingar

Ferlið við löggilta þýðingu getur virst vera flókið svo hér að neðan er farið yfir það, skref fyrir skref.

Sérhæfð þýðingastofa

Skjalaþýðing er þýðingastofa sem sérhæfir sig í löggiltum skjalaþýðingum, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, sem er fyrir mörgum óþekkt ferli. Löggilt þýðing er framkvæmd af löggiltum skjalaþýðanda sem fengið hefur löggildingarréttindi frá sýslumanni eða jafngildri stofnun erlendis. Löggilt skjalaþýðing er stimpluð og undirrituð af þýðanda sem þar með staðfestir að þýðingin er endanleg og jafngild frumtexta. Lestu frekari upplýsingar um ferlið og um tilboð í löggilta þýðingu á skjali þínu hér

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Skjöl sem venjulega þurfa löggilta þýðingu

Við aðstoðum við þýðingu á flestum tegundum skjala sem yfirvöld hafa gefið út. Skjöl sem algengt er að þurfi löggilta þýðingu eru skráningarvottorð, samþykktir, umboð, samningar, skattagögn, erfðaskjöl, eignaréttaryfirlýsingar, læknisvottorð, dánarvottorð, málsskjöl, ættleiðingarskjöl, hjúskaparvottorð, skilnaðarvottorð, einkunnarskjöl, prófskírteini, atvinnuvottorð, námskeiðsvottorð, fæðingarvottorð, útdráttur úr sakaskrá o.s.frv. Þó svo að skjalið þitt sé ekki að finna í þessari upptalningu þá getum við að öllum líkindum samt aðstoðað þig! 

Á hvaða tungumál þýðum við?

Til að hægt sé að löggilda skjal á Íslandi verður íslenska að vera hluti af tungumálasamsetningunni. Þannig verður skjalið annað hvort að vera þýtt af eða yfir á íslensku. Ef þú ert með skjal sem þarf að löggilda erlendis getum við líka aðstoðað, en við erum með alþjóðlegt netsamstarf þýðenda sem eru löggiltir í mismunandi löndum. Skjalið þarf því ekki að vera á íslensku, heldur þýðum við úr eða yfir á flest tungumál. Algengustu tungumálin sem við þýðum eru enska, spænska, pólska, danska og franska, en við þýðum einnig á mörg önnur tungumál. Það er því um að gera að hafa samband við okkur ef þú vilt vita hvort við getum þýtt þitt skjal.

Það getur tekið allt að þremur dögum að fá tilboð

Lestu nánar um ástæðu þess hér. Við aðstoðum í gegnum tölvupóst, síma og á netspjalli á virkum dögum frá kl. 8.00 til 17.00.

Afhending        

Við póstsendum allar löggiltar skjalaþýðingar á það heimilisfang sem óskað er eftir, hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Einnig færð þú þýðinguna á rafrænu formi ef þú óskar þess. Almennar og sértækar þýðingar eru afhentar einungis á rafrænu formi.

Hver erum við?

Skjalaþýðing er þýðingastofa sem sérhæfir sig í löggiltum þýðingum, bæði fyrir einkaaðila og viðskiptavini úr atvinnulífinu. Skjalaþýðing á í samstarfi við marga þeirra löggiltu þýðenda sem hlotið hafa staðfestingu hjá sýslumanni, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.

Skjalaþýðing.is
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0450
Kennitala: 560123-1670